Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2008 | 23:17
Leikskólauppfærslan á leikritinu, Vér mótmælum allir!
Mikið var það hreinlega fyndið að horfa á Svandísi Svavarsdóttir og Dag B Eggertsson voða uppblásin og stolt yfir þessum heimskulegu frammíköllum og skrílslátum hjá þessum illa upp öldnum krökkum sem smalað var í ráðhúsið til þess að mótmæla því sem það skilur ekki, með slagorðum sem það gerir sér ekki einu sinni grein fyrir að gengur ekki upp.
Og svo fr. Sverrisdóttir svo ánægð með alla krakkana sem alla jafna kjósa ekki, nema sumir vinstri græna því þeir vita ekki betur. Halda að þá séu þeir að koma sjálfstæðisflokknum frá, því þeir séu svo vondir. En halda svo engu vatni í rökræðu um stjórnmál eða stjórnmálaflokka.
Svo kemur Kallinn hann Dagur í pontu og temur lýðinn með tækisfærissinnuðu og slepjulegu hjali um lýðræði. Fyndinn kall. Æ,æ. Svo fór hann næstum að gráta þegar hann afhenti lyklana. Montið og stoltið yfir valda statusnum farið. Orðlaus og barnalegur!
Aumingjans maðurinn sem sagði að hann væri nú ekki þarna vegna valdagræðgi. Það var og!
Ég man ekki eftir því að hafa heyrt neinn í þessum hópi sem er að fara frá, tala um kosningar í síðasta "valdaráni" eins og það heitir nú. Nei þá voru menn þjóðhetjur að bjarga borginni og Orkuveitunni. Samt fékk Glanni að vera þar áfram að reyna að gera kosninga stjórann sinn, og fleiri vini, ríka. Spilling? Föt fyrir MILLJÓN?! Spilling??
Núna í þessu dæmi eru menn og konur hryðjuverkamenn.
Kannist þið við aðferðina?
Og Glanni farinn. Og allir gráta. Aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 17:16
Ólympíuleikar æsifréttamanna
Mikið voðalega reyna menn að míga á nýja Borgarstjórann okkar á visir.is eða bara á 365 yfir höfuð. Að hlusta á þetta æsifrétta hádegisviðtal. Eru allir fréttamenn alltaf að reyna að ná í gullið í ólympíuleikum fréttamanna í æsifréttum?
Það er allt orðið í æsifrétta stíl. Svo mikið að fréttamenn eru ekki einu sinni tilbúnir með spurningarnar. Og spyrja svo alltaf sömu spurningarinnar aftur og aftur eins og krakkar í frétta leik.
Hvað er svo þessi jón magnússon að vilja upp á dekk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 18:31
Illa byggða spilaborgin hrunin,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 13:08
Glanni loksins í réttu ljósi!!!
Nema hvað, að það má náttúrulega ekki eyðileggja alla ímynda vinnuna sem búið er að leggja í rónann, segja forkólfarnir. Það má ekki segja frá svona löguðu opinberlega. Það eiga allir að þegja, að sjálfsögðu.
Nú er hann kominn á götuna, ræfillinn. Hver ætli gefi honum heitt kakó í öllum kuldanum þarna úti, og klapp á bakið???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 18:30
TATARA TAAA!!!! ....einu sinni enn
Nú kemur Borgarstjórinn okkar í líki Batmans. Búningurinn bara ekki eins flottur!
Að bjarga húsunum við Laugaveg. Og gera hugmyndir annara að sínum. Þvílik móða! Þarna kom tækifærissinninn bersýnilega fram. Að vera maður fólksins á kostnað lágkúru eins og ölmusan til kennaranna.
Næstum allt sem hann segir og gerir sem Borgarstjóri í viðtölum er móða og er falskt á að hlíða. En þannig hljómar nú allur nýi borgarstjóra meirihlutinn.
Þannig að það er þá kannski ekki skrítið að honum finnist cool að vera kjánalegur. Enda lítur hann mikið upp til Glanna vinar síns og vill vera eins og hann.
Hann bara veit ekki að Glanni er líka glataður og falskur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 20:13
Stuðningur í verki.
Hvað er þetta með Hreyfil sem studdi gott ef ekki krabbameinsfélagið í verki, með því að setja Bleiku slaufuna í staðinn fyrir TAXI merkið á bílana sína.
Gott mál. En svo sér maður hvern leigubílstjórann á fætur öðrum stíf púandi tópak af öllum típum, inni í bílnum og bara með smá rifu á glugganum. Væntanlega til að verða ekki of kalt.
Fyrir utan vondu lyktina og loftið í bílnum þá bara hélt ég að þetta væri bannað.
Sem er kannski annað mál.
Það er allavega þversögn í þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)