Færsluflokkur: Dægurmál
24.3.2008 | 20:22
Jæja Gísli marteinn. Sanna sig núna og taka upp sópinn og laga stígana í Breiðholtinu ekki seinna en STRAX!
Við ætluðum út á línuskauta og stelpan okkar á hlaupahjólið um göngustíga Breiðholtsins okkar, í góða veðrinu um Páskana. Það var hreint ómögulegt.
Sandbornir og hálf ónýtir og úr sér gengnir göngustígarnir minna meira á götur Reykjavíkur kringum 1900 og hreint ómögulegt að stunda þar sport, leiki eða notast við vistvænar samgöngur að neinu leiti svo vel sé.
Borg fyrir fólk, ekki satt Gísli Marteinn? Drífa sig af stað nú með hækkandi Sól og gera hverfið okkar vistlegt fyrir sumarið.
Svo er krotið að kæfa
allt hér í Breiðholtinu.
Lýsandi fyrir ástandið.
Töff. Ekki satt.
Smekkleg og góð skilaboð fyrir börnin okkar.
Betri stíga, takk fyrir!
Það er komið sumar!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 20:19
Æi hvað þetta verður nú skrítið...
Í ljósi umræðna á þingi.
Að tala við Prestuna... /prestinn)
Að tala við vörðuna... /vörðinn
Að tala við ráðgjöfuna... /ráðgjafann
Að tala við nudduna... /nuddarann
Að tala við kennuna... /kennarann
Verður þetta svona einhvernveginn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 21:31
Ertu að byggja?
Vantar þig steypu?
HLUSTAÐU ÞÁ DAG B. EGGERTSSON,
í Silfrinu núna síðast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 18:55
MUNIÐ...
...eftir stefnuljósunum. Margir gefa þau allt of seint, eða í miðri beygju.
Akstur með hönskum á 30 km. hraða á vegum með 60 - 80 km hámarki er ekki öruggur akstur. Takið það til ykkar sem eiga!
Passið þið ykkur á vöruflutninga bílunum. Þeir hafa mun lengri stöðvunarvegalengd og eru stundum mjög þungir. Sumir pæla ekkert í þessu og vaða fyrir þá við gatnamót. Hættulegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)